Velferðaþjónusta

Velferðarþjónusta Heilsuverndar tryggir atvinnurekendum og starfsmönnum þeirra gott aðgengi að stórum hópi ráðgjafa á flestum sviðum velferðar, víða um landið.

Vanlíðan og persónulegir erfiðleikar af ýmsum toga geta haft alvarlegar afleiðingar á starfsgetu einstaklinga.

Velferðarþjónusta Heilsuverndar getur í mörgum tilfellum flýtt fyrir úrlausn erfiðra vandamála og dregið úr fjarverutíðni frá vinnu með aðstoð sérmenntaðra fagaðila. Aðgengi að velferðarþjónustunni auðveldar einstaklingum og starfsfólki fyrirtækja að nálgast stóran hóp sérfræðinga á einum stað.

Boðið er upp á ráðgjöf og aðstoð sem miðar að þörfum hvers og eins þar sem fyllsta trúnaðar er gætt.

Sérfræðingar okkar og samstarfsaðilar skuldbinda sig að bregðast skjótt við ef um neyðartilvik er að ræða en annars er haft samband innan 4 virkra daga.

​​Markmið Velferðarþjónustunnar

👉 Veita ráðgjöf og aðstoða starfsmenn með persónuleg eða vinnutengd vandamál

👉 Flýta fyrir úrlausn erfiðra mála

👉 Lágmarka fjarveru frá vinnu

👉 Flýta fyrir endurkomu starfsmanns aftur til vinnu eftir veikindi

Þjónustuþættir

  • Sálfræðiráðgjöf

  • Áfallahjálp

  • Stuðningur vegna vandamála s.s. uppsagna, starfsloka og breytingaferla

  • Streitu- og tilfinningastjórnun

  • Stuðningur fyrir fórnarlömb og gerendur eineltis

    Streituskólinn – streita og forvarnir

    Ráðgjöf vegna áfengis- og fíknivandamála

    Hjónabands-, uppeldis- og fjölskylduráðgjöf

    Ráðgjöf félagsráðgjafa

    Ráðgjöf félagsfræðings

    Ráðgjöf hjúkrunarfræðings

    Ráðgjöf næringarfræðings

    Heilsufarsskoðun og lífsstílsráðgjöf

    Fagleg handleiðsla

    Markþjálfun

    Stjórnendaráðgjöf