Velkomin á mínar síður Heilsuverndar
Frá árinu 1987 hefur Heilsuvernd rekið símaþjónustuver þar sem hjúkrunarfræðingar hafa umsjón með skráningu veikindafjarvista og veita starfsmönnum fyrirtækja ráðgjöf í veikindum.
Markmið þjónustunnar er að efla heilbrigði og vellíðan starfsmanna og veita fyrirtækjum yfirsýn yfir veikindamynstur vinnustaðarins þannig að hugsanlega megi bregðast við heilsuspillandi aðstæðum. Fjarvistaskráningin kemur í stað hefðbundinna læknisvottorða og hefðbundins trúnaðarlæknakerfis en starfsmenn leita almennt áfram til síns heimilislæknis til meðhöndlunar. Starfsmenn hafa ávallt aðgengi að heilbrigðisstarfsfólki Heilsuverndar til ráðgjafar á símatíma jafnvel þó ekki sé um veikindafjarvist að ræða.
Fjarvistaskráningin kemur í stað hefðbundinna læknisvottorða og hefðbundins trúnaðarlæknakerfis en starfsmenn leita almennt áfram til síns heimilislæknis til meðhöndlunar. Starfsmenn hafa ávallt aðgengi að heilbrigðisstarfsfólki Heilsuverndar til ráðgjafar á símatíma jafnvel þó ekki sé um veikindafjarvist að ræða.
Opnunartími heilbrigðisráðgjafar hjúkrunarfræðinga og skráning vegna veikindafjarvista er alla virka daga frá kl. 8:30 til 15:30 í síma 510-6500. Starfsstöðvar eru í Reykjavík og á Akureyri.